Hafnarþjónusta

Reykjaneshöfn þjónustar báta og skip í viðlegu við hafnir Reykjaneshafnar.

Dráttarbátaþjónusta

Reykjaneshöfn rekur dráttarbátinn Auðunn sem 25 BT að stær með 6 T togkraft. Er hann notaður til flutnings á hafnsögumanni út í fraktskip sem koma til hafna Reykjaneshafnar ásamt því að aðstoða viðkomandi fraktskip við að komast að viðlegukanti. Dráttarbáturinn sinnir einnig ýmsum öðrum verkefnum þegar þess er óskað, s.s. aðstoð við slipptöku skipa í slippinn hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur og aðstoð við skipa á ytri höfn Reykjaneshafnar.


Beiðni um þjónustu dráttarbátsins er móttekin á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11 eða í síma 420 3224 virka daga frá kl. 08.00 til kl. 17:00. Fyrir þjónustu dráttarbáts Reykjaneshafnar greiðist samkvæmt gjaldsskrá Reykjaneshafnar hverju sinni.

Vigtun og skráning sjávarafla

Allur afli sem kemur á land í höfnum Reykjaneshafnar skal vigtaður og skráður á hafnarvog sem staðsett er við skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11 við Keflavíkurhöfn en vogin er Cardinal bílavog með viðmiðin: Max 60000kg, e=20kg, Min 400kg.


Beiðni um vigtun og skráningu er móttekin á skrifstofu hafnarinnar eða í síma 420 3227 en hafnarvogin er opin virka daga frá kl. 08:00 til kl. 17:00. Hægt er að fá þjónustu við vigtun og skráningu hvenær sólarhringsins sem er alla daga ársins gegn greiðslu yfirvinnuútkalla samkvæmt gjaldskrá Reykjaneshafnar hverju sinni. Útkallssími vegna vigtunar og skráningar utan opnunartíma er 420 3227.

Skipaþjónusta - vatn og rafmagn

Reykjaneshöfn selur vatn og rafmagn til báta og skipa sem eru í viðlegu í höfnum Reykjaneshafnar. Beiðni um um sölu vatns eða rafmagns er móttekin á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11 eða í síma 420 3224 virka daga frá kl. 08:00 til kl. 17:00.


Hægt er að fá selt vatn og rafmagn hvenær sólarhringsins sem er alla daga ársins gegn greiðslu yfirvinnuútkalla samkvæmt gjaldskrá Reykjaneshafnar hverju sinni. Útkallssími vegna skipaþjónustu utan opnunartíma er 420 3224.

Íssala til fiskiskipa og vinnsluaðila

Reykjaneshöfn selur ís til fiskiskipa og vinnsluaðila, en ísafgreiðslan er við gafl Ísturnsins á Njarðvíkurhöfn og afgreiðist í ílát eða farartæki á vegum kaupenda. Boðið er upp á akstur gegn gjaldi með ílát á vegum kaupenda til og frá viðleguköntum innan hafnarsvæðis, ef kaupandi setur ílátið á flutningstækið og tekur það af þar sem við á. Beiðni um ísafgreiðslu er móttekin á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11 eða í síma 420 3227 en ísagreiðslan er opin virka daga frá kl. 08:00 til kl. 17:00.


Hægt er að fá þjónustu ísafgreiðslu hvenær sólarhringsins sem er alla daga ársins gegn greiðslu yfirvinnuútkalla samkvæmt gjaldskrá Reykjaneshafnar hverju sinni. Útkallssími vegna ísafgreiðslu utan opnunartíma er 420 3227.

Lóðir og lendur

Reykjaneshöfn rekur dráttarbátinn Auðunn sem 25 BT að stær með 6 T togkraft. Er hann notaður til flutnings á hafnsögumanni út í fraktskip sem koma til hafna Reykjaneshafnar ásamt því að aðstoða viðkomandi fraktskip við að komast að viðlegukanti. Dráttarbáturinn sinnir einnig ýmsum öðrum verkefnum þegar þess er óskað, s.s. aðstoð við slipptöku skipa í slippinn hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur og aðstoð við skipa á ytri höfn Reykjaneshafnar. Beiðni um þjónustu dráttarbátsins er móttekin á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11 eða í síma 420 3224 virka daga frá kl. 08.00 til kl. 17:00. Fyrir þjónustu dráttarbáts Reykjaneshafnar greiðist samkvæmt gjaldsskrá Reykjaneshafnar hverju sinni.

Share by: