Reykjaneshöfn 420 3220

Móttaka og meðhöndlun úrgangs og farmleifa hjá Reykjaneshöfn

Við hjá Reykjaneshöfn höfum að leiðarljósi að hugsa um umhverfið í daglegum störfum okkar. Það sparar peninga auk þess sem það bætir umhverfið. Ýmis úrgangur og framleifar koma frá notendum Reykjaneshafnar. Okkar leiðarljós er að vinna í nánu samstarfi við notendur Reykjaneshafnar, sem deila metnaði okkar við að venda umhverfið, bæta vinnuaðstöðu við höfnina og þróa umhverfisvænni aðstæður og ganga snyrtilega um umhverfi okkar og náttúruna.

Við hugsum um komandi kynslóðir og viljum búa þeim öruggt og hreint umhverfi í framtíðinni. Þess vegna höfum við leitast við að bæta vitund og umgengni okkar við náttúruna. Með bættri umhverfisvernd leggjum við okkar að mörkum til að halda náttúru lands og sjávar óspilltri. Með skilvirkum áætlunum um mótöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa erum við að gera okkar til að koma í veg fyrir mengun frá skipum og auka líkurnar á því að hægt sé að draga úr magni úrgangs sem berst út í umhverfið.