Reykjaneshöfn 420 3220

Tölfræði

Skipakomur í Helguvík Janúar – Maí

Uppbygging á iðnaðarsvæðinu í Helguvík hefur í för með sér aukningu á skipakomu til Helguvíkurhafnar. Sé litið til undanfarinna ára þá má sjá fylgni á milli uppbyggingu fyrirtækja eins og kísilmálmverksmiðju USi og fjölda skipa með frakt. Fyrstu fimm mánuði ársins 2013 komu 18 fraktskip til Helguvíkur en á sama tíma nú í ár eru fraktskipin orðin 34 á sama tíma.

Reykjaneshöfn – landaður uppsjávarfiskur árin frá 2011 til 2016

Miklar sveiflur hafa verið í löndun á uppsjávarfisk í höfnum Reykjaneshafnar árin 2011 til 2016, þó sérstaklega í einstökum tegundum. Mest hefur verið landað af loðnu flest árin, en einnig hefur verið landað síld og makríl, en makrílinn hefur sótt mjög á á síðustu fjórum árum. Loðnubrestur var á vetrarvertíðinni 2016, en þá var hlutfall loðnu af heildarafla aðeins 20% en var árin þar á unda um 70-80% af aflanum. Hlutfall síldar hefur hlaupið á 12% í 30% á þessum árum, en makríllinn hefur verið að sækja mög á, var 1-2% fyrrihluta þessa tímabils en nam 10% af heildarafla ársins 2015 og 50% af heildarafla ársins 2016.

Reykjaneshöfn – landaður afli 2016 eftir flokkum

Hlutfall uppsjávarfisks af heildarafla lönduðum árið 2016 var tæp 78% eða um 17.850 tonn, en árið 2015 var þetta hlutfall 90% og aflamagnið um 48.800 tonn. Botnfiskur var um 20% heildaraflans eða um 4.500 tonn og aðrar tegundir voru tæp 3%. Undanfarin þrjú ár hefur verið landa um 4.300 tonnum að meðaltali af botnfiski í höfnum Reykjaneshafnar.

Reykjaneshöfn – landaður botnfiskur árin frá 2011 til 2016

Af botnfiski er er hlutfall bolfisks undanfarin ár á bilinu 90% -95% af heildaraflanum, en flatfiskur hefur verið á 5% – 10%. Mest er landað af þorskafurðum, en hlutfall þeirra er nærri 80% af heildarafla bolfisks hvert ár frá árinu 2011. Þar á eftir koma ufsaafurðir og karfaafurðir, en aðrar fiskafurðir vega mjög lítið. Af flatfiski er stærsta hlutfallið í kolaafurðum.

Reykjaneshöfn – vörflutningar í tonnum árin 2013 til 2016

Vöruflutningar um hafnir Reykjaneshafnar hafa aukist umtalsvert síðustu ár. Heildamagn vörumagns árið 2013 var 246 þúsund tonn, en var árið 2016 463 þúsund tonn. Þetta er aukning um 88% á þremur árum. Mest hefur aukningin verið í eldsneyti þar sem aukningin hefur numið 71% á þessu tímabili. Þess má geta að allt flugvélaeldsneyti landsins fer um Helguvíkurhöfn, þannig að aukning í flugstarfsemi á landinu hefur bein áhrif á vörumagn og veltu Reykjaneshafnar. Aðrar vörutegundir sem umtalsverð aukning hefur orðið í er í innflutningi á sementi, möl og hráefnum/afurðum tengd uppbyggingu á iðnaðarsvæðinu í Helguvík.