Reykjaneshöfn 420 3220

Hafnasambandsþingi 2018 lokið

Hafnasamband Íslands

Hafnasambandsþing 2018 var haldið á Grand hótel í Reykjavík dagana 25. og 26. október s.l. en slíkt þing er haldið á tveggja ára fresti af Hafnasambandi Íslands. Þingið var fjölmennt og voru þar flutt flutt fróðleg erindi er tengjast starfsemi hafna landsins auk þess að þar voru samþykktar merkar ályktanir er varðar starfsumhverfi þeirra. Tveir fulltrúar Reykjaneshafnar voru kosnir til trúnaðarstarfa á vegum Hafnarsambandsins en Hanna Björg Konráðsdóttir var kjörin í stjórn sambandsins og Kolbrún Jóna Pétursdóttir var kjörin varaskoðunarmaður þess, en þær eru báðar í Stjórn Reykjaneshafnar.

Þetta er 41. þing samtakan frá stofnun 1969 en Hafnasamband Ísland eru samband 48 hafna sem reknar eru af 35 hafnasjóðum. Þau voru stofnuð að frumkvæði Sambands íslenskra sveitarfélaga, en þar sem hafnamál eru mjög sérhæfð var talið rétt að fara þá leið að stofna sérstakt samband hafna. Hlutverk Hafnasambands Íslands er að koma fram gagnvart ríkisvaldinu og öðrum í málum er varða hafnirnar, að efla samstarf hafnanna og að vinna að öðru leyti að hvers konar sameiginlegum hagsmunamálum þeirra, svo sem samræmingu á reglugerðum og gjaldskrám og með því að miðla reynslu og upplýsingum. Að þessum verkefnum hefur hafnasambandið unnið allt frá stofnun þess. Í Hafnarráði sem skipað er af innanríkisráðherra eiga sæti tveir fulltrúar frá Hafnasambandi Íslands og þrír fulltrúar tilnefndir af innanríkisráðherra. Í lögum hafnasambandsins segir, að hvert sveitarfélag sem á höfn eða hafnasamlag geti gerst aðili að hafnasambandinu.