Reykjaneshöfn 420 3220

220. fundur

220. fundur Stjórnar Reykjaneshafnar var haldinn fimmtudaginn 20. september 2018 kl. 17:30 á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11, 230 Reykjanesbæ.

Mættir: Hjörtur Magnús Guðbjartsson formaður, Hanna Björg Konráðsdóttir aðalmaður, Sigurður Guðjónsson aðalmaður, Úlfar Guðmundsson aðalmaður, Íris Ósk Ólafsdóttir varamaður, Guðlaugur Helgi Sigurjónsson sviðstjóri umhverfissviðs Reykjanesbæjar og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri. Kolbrún Jóna Pétursdóttir aðalmaður boðaði forföll.

DAGSKRÁ
1. Fjármál Reykjaneshafnar. (2018040283)
Lögð fram drög að samkomulagi milli Reykjaneshafnar og Reykjanesbæjar um yfirfærslu lands á iðnaðarsvæðinu í Helguvík frá Reykjaneshöfn til Reykjanesbæjar. Um er að ræða landssvæði sem er í heildina 1.345.234 m2 að stærð og er dagsetning yfirfærslunnar 1. janúar 2018. Lagt er til að samkomulagið sé samþykkt og hafnarstjóra falið að undirrita það. Samþykkt samhljóða.

2. Hafnarsamband Íslands (2018010284)
a. Fundargerð 405. fundar stjórn Hafnarsambands Íslands. Lagt fram til kynningar.

b. Bréf Hafnasambands Íslands dags. 05.09.2018 en í bréfinu er boðað til 41. þings sambandsins dagana 25. og 26. október n.k. þar sem Reykjaneshöfn hefur rétt á fimm atkvæðabærum þingfulltrúum. Meðfylgjandi bréfinu er dagskrá þingsins. Lagt er til að fulltrúar Reykjaneshafnar sæki fundinn. Samþykkt samhljóða.

c. Tölvupóstur frá Hafnarsambandi Íslands dags. 11.09.2018 þar sem kynnt eru helstu áhersluþættir í Samstarfsyfirlýsingu um framkvæmd vigtunar og eftirlit milli Hafnarsambandsins og Fiskistofu sem undirrituð var 5. september s.l. Meðfylgjandi tölvupóstinum var undirritað samkomulagið. Lagt fram til kynningar.

3. Vegagerðin. (2018070217)
Svarbréf Reykjaneshafnar dags. 14.09.2018 vegna bréfs Vegagerðarinnar frá 19.07.18 með fyrirspurn um fjármál Reykjaneshafnar. Lagt fram til kynningar.

4. Fiskistofa. (2018010283)
Tölvupóstur frá Fiskistofu dags. 03.09.2018 með tilvísun á úthlutun aflamarks á núverandi fiskveiðiári. Lagt fram til kynningar.

5. Íslenski sjávarklasinn. (2018010285)
a. Fundargerð Flutningahóps sjávarklasans frá 11.09.2018. Lagt fram til kynningar.

b. Tölvupóstur frá Íslenska sjávarklasanum þar sem kynnt er dagsskrá ráðstefnunnar Flutningalandið Íslands sem halda á 6. nóvember n.k. Lagt fram til kynningar.

6. Royal Iceland. (2018090248)
Bréf Royal Iceland með fyrirspurn um lóðargjöld hjá Reykjaneshöfn. Hafnarstjóra falið að ræða við Royal Iceland með hliðsjón af lóðargjöldum í gjaldskrá Reykjaneshafnar og leigusamningum sem Reykjaneshöfn hefur gert um skammtímaleigu lóða.

7. Lava Auto ehf. (2018090249)
Tölvupóstur frá Lava Auto dags. 06.09.2018 þar sem óskað er eftir úthlutun lóðarinnar Hólamið 16 og forkaupsrétt að lóðinni Hólamið 18 út frá ákveðnum greiðsluforsendum. Afgreiðslu fresta og hafnarstjóra falið að ræða við Lava Auto út frá umræðum á fundinum.

8. Sjávarútvegsráðstefnan 2018. (2018030078)
Tölvupóstur frá Sjávarútvegur.is dags. 22.08.2018 þar sem kynnt er að Sjávarútvegsráðstefnan 2018 verði haldin í Hörpu dagana 15.-16. nóvember n.k. Lagt fram til kynningar.

9. Cruise Iceland. (2018060240)
Hafnarstjóri kynnti samstarfssamning Reykjaneshafnar og Cruise Iceland sem var undirritaður 5. september s.l. ásamt næstu skrefum því tengdu.

10. Fjárhagsáætlun ársins 2019. (2018090250)
Hafnarstjóri kynnti stöðu í vinnslu fjárhagsáætlunar 2019.

11. Blue Car Eignir ehf. (2018030077)
Bréf frá Blue Car Eignum dags. 06.09.2018 þar sem óskað er eftir skiptum á lóðum á iðnaðarsvæðinu í Helguvík. Umhverfis- og skipulagsráð (USK) Reykjanesbæjar tók erindið fyrir á fundi sínum þann 14.09.18 þar sem eftirfarandi var bókað: Tekið er vel í erindið. Með fyrirvara um að lóðargjöld fyrir mismuninn verði greidd af Blue Car Rental og umsýsla vegna erindisins bænum að kostnaðarlausu. Erindi samþykkt. Lagt er til að Reykjaneshöfn geri ekki athugasemd við afgreiðslur USK. Samþykkt samhljóða.

12. Upplýsingargjöf hafnarstjóra. (2018010286)
Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varðar starfsemi hafnarinnar.

13. Önnur mál. (2018010287)

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:20. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. október 2018.