Reykjaneshöfn 420 3220

Gætum að öryggi og virðum reglurnar

Gönguleið 1

Mikið hefur verið um að börn og fullornir hafi verið við makrílveiðar með veiðistöngum á aðalhafnarkantinum í Keflavíkurhöfn. Sérstaklega er mikið um það þegar veður er gott. Til þess að komast út á aðal veiðisvæði hafa viðkomandi verið að ganga í gengum löndunarsvæði Keflavíkurhafnar, sem er stórhættulegt þegar mikið er um að vera við landanir. Tekist hefur að koma í veg fyrir akstur óviðkomandi ökutækja á svæðinu en miklar áhyggjur eru hjá hafnaryfirvöldum vegna umferðar gangandi fólks. Til þess að auka öryggi þeirra sem gangandi eru útbjuggu hafnarstarfsmenn Reykjaneshafnar afgirta gönguleið meðfram grjótvarnargarðinum til að aðskilja gangandi umferð á hafnarkantinum frá löndunarsvæðinu. Er það von hafnaryfirvalda að þeir sem leið eiga um svæðið nýti sér þessa gönguleið sér og öðrum til öryggis.