Reykjaneshöfn 420 3220

Eitt þúsund tonnum minna að landi

Veitt Við Olíubryggjuna

Þann 30. ágúst s.l. voru handfærabátar búnir að landa tæplega 2 þúsundum tonnum af makríl í Keflavíkurhöfn, en það er rétt um eitt þúsund tonnum minna en á sama tíma í fyrra. Skýrist það af m.a. af minni gæftum og á því að færri bátar stunda veiðarnar en í fyrra. Aflahæsti bátur vertíðarinnar í ár er Siggi Bessa SF 97 sem hefur borið að landi 198 tonn til dagsins í dag í 24 löndunum, en á sama tíma í fyrra var það Fjólan GK 121 sem þá hafið landað 248 tonnum í 42 löndunum. Siggi Bessa SF 97 er jafnframt með hæstu meðaltalslöndun í ár eða 8,2 tonn að meðaltali í löndun en í fyrra var það Andey GK 66 með 7 tonn að meðaltali. Á myndinni að ofn getur á að líta Stakkavík GK 85 að veiðum við olíubryggjuna í Helguvíkurhöfn s.l. miðvikudag.