Reykjaneshöfn 420 3220

Fjólan GK 121 aflahæst í markílnum

IMG 4453

Makrílvertíð handfærabátanna er í fullu gangi þó aflinn sé í við minni í ár en á sama tíma árin 2017 og 2016. Árið 2016 var einstaklega gjöfult ár í makrílveiðinn en á þessum tíma höfðu borist þá að landi tæp 2.500 tonn miðað við í ár er búið að landa rúm 1.100 tonn. Eins og í fyrra er Fjólan GK 121 aflahæst sem komið er þó hún hafi landað umtalsverðum minni makríl nú á þessum tíma en á sama tíma í fyrra, þ.e. í ár hefur hún landað 102 tonnum í 19 löndunum á móti 195 tonnum í fyrra í 35 löndunum. Siggi Bessa SF 97 er með hæstu meðaltalslöndun í ár fram að þessu eða tæplega 7,5 tonn. Alls eru 26 handfærabáta á makrílveiðum í ár en í fyrra voru þeir 32 á sama tíma..