Reykjaneshöfn 420 3220

Makrílvertíðin til og með 13. ágúst

HBGrandiheimsottur5

Makrílvertíð handfærabát er landa hjá Reykjaneshöfn er hafin en gæftir hafa verið lakari en síðustu ár. Fyrsta makríllöndunin var 25. júlí s.l. sem er svipaður tími og síðust tvö ár, en magnið var lítið. Heildarmagn makríls sem handfærabátarnir hafa landað í lok dags 13. ágúst er orðið rúm 334 tonnum í 83 löndunum en metárið 2016 var á sama tíma búið að landa rúmum 1.274 tonnum í 209 löndunum. Aflahæsti báturinn til þessa er Máni II ÁR 7 sem hefur landað rúmum 37 tonnum í 4 löndunum sem gera rúm 9 tonn í hverri löndun að meðaltali. Talið er að veðurfar og gæftir séu helst orsökin fyrir minni veið nú á þessum tíma en undanfarin ár.