Reykjaneshöfn 420 3220

Líf og fjör

38828237 813560375700116 6615832009166028800 N

Mikið líf er í Keflavíkurhöfn þessa dagana, bæði á hafnarbakkanum sem og í höfninni sjálfri. Auk makrílsins sjást aðrar sjávartegundir bylta sér í yfirborðinu. Nú er hægt að stunda spennandi stangveiði af hafnarkantinum ásamt því að stunda hvalaskoðun í leiðinni. Meðfylgjandi myndir sýna hvernig hrefna veltir sér í yfirborðinu í höfninni rétt hjá löndunarsvæðinu.