Reykjaneshöfn 420 3220

Davíð og Golíat

IMG 4445

Makrílinn er seinna á ferðinni í ár en undanfarin ár, en hann fór að gefa sig að ráði núna eftir verslunarmannahelgina. Á annan tug smábáta hefur hafið veiðar og má sjá þá bæði innan hafnar á veiðum eins og með ströndinni. Einnig raða stangveiðimenn sér á bryggjukantinn og slíta upp makrílinn í smærri skömmtum. Löndunarsvæðinu í Keflavíkurhöfn hefur verið lokað fyrir umferð annarra en þeirra sem eru að sinna löndunarþjónustu. Inni í Helguvík er hópur smábáta að veiðum í skugga olíuskips sem er að losa flugvélaeldsneyti í olíubirgðastöðina sem þar er.