Reykjaneshöfn 420 3220

Makrílinn er mættur

IMG 4421

Í dag, miðvikudaginn 25. júlí, var fyrsta vigtun á lönduðum makríl á vigt Reykjaneshafnar á þessari makrílvertíð. Það var Fjóla GK 121 sem landaði fyrsta makrílnum í þetta sinn eins og oft áður, en seinna um daginn landaði svo Votaberg KE 37 tæpum 400 kílóum. Þessir tveir bátar eru þeir fyrstu nú í ár til þess að hefja makrílveiðar hér á svæðinu en búast má við að bátunum fjölgi fljótlega á næstu dögum . Vonandi fáum við góða makrílvertíð í ár með tilheyrandi fjöri við höfnina.