Reykjaneshöfn 420 3220

Skipakomur

M5

Það sem af er þessu ári hafa fraktskipakomur til Reykjaneshafnar dregist saman miðað við það sem var á síðasta ári. Fyrstu fimm mánuði þessa árs hafa komið 13 fraktskip til hafnar en á sama tíma á síðasta ári voru þau 34. Ástæða þessa samdráttar liggur m.a. í minni umsvifum á iðnaðarsvæðinu í Helguvík með gjaldþroti Sameinaðs Sílikon hf. nú í vetur. Komutími fraktskipa til hafnar er oftar en ekki utan venjulegs dagtíma. Reykjaneshöfn tekur á móti skipum hvenær sem er á sólarhringnum og eru starfsmenn hafnarinnar því á ferðinni á ólíklegustu tímum. Í vikunni kom skip til hafnar um miðnættið og eru meðfylgjandi myndir teknar að því tilefni í einstaklega fallegu veðri.