Reykjaneshöfn 420 3220

Og þá skein sól…

IMG 4222

Þá er sólin farin að skína – vorið að líkindum komið og sumarið á næsta leiti. Þá taka vorverkin við – nú þarf að fara að hreinsa hafnarsvæðið af rusli og málningarvinnan hefst. Starfsmenn hafnarinnar voru fljótir út til að nýta tímann sem best og umhverfið fær annan lit. Og áhugasamir fiskimenn hlaupa til með stangirnar til að reyna sig við fiskinn í sjónum.