Reykjaneshöfn 420 3220

Samdráttur í skipakomu á milli ára

IMG 4129 Betrumbætt

Samdráttur hefur verið í komu fraktskipa til Helguvíkurhafnar í ár miðað við sama tíma í fyrra. Ellefta skipið á þessu ári kom til hafnar í dag, en fyrir ári síðan höfðu 28 skip komið til Helguvíkur á sama tíma. Hér munar að mestu um að flutningar á vegum kísilversins í Helguvík eru ekki til staðar í dag, en tólf af skipunum á sama tíma á síðasta ári voru með vörur tengdar þeirri starfsemi. En þó samdráttur hafi orðið í skipakomu, þá hendir það stundum að fleiri en eitt skipa koma í höfn á sama tíma. Í dag eru báðir viðlegukantar Helguvíkurhafnar uppteknir eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.