Reykjaneshöfn 420 3220

Nýir fenderar í Helguvíkurhöfn

IMG 3933

Í dag var skipt út tveimur stórum fenderum (fríholtum) í Helguvíkurhöfn. Voru þeir keyptir beint frá framleiðanda í Kína, en siglingasvið Vegagerðarinnar var ráðgefandi við kaupin ásamt því að hafa milligöngu um þau. Starfsmenn Reykjaneshafnar sáu um framkvæmdina, en eins og sést á meðfylgjandi myndum þá eru vinnubrögðin mjög fagleg. Reynist viðkomandi fenderar vel um tveimur öðrum slíkum verða skipt út á komandi mánuðum. Undanfarin ár hefur verið unnið í endurbótum og viðhaldi á hafnarsvæðinu í Helguvík og verður svo á komandi árum.