Reykjaneshöfn 420 3220

Afskráning skuldabréfa í Kauphöllinni

Kauphöll Íslands – Mynd

Tveir skuldabréfaflokkar Reykjaneshafnar, þ.e. RNH 27 0415 ISIN nr. IS000002618 og RNH 16 1015 ISIN nr. IS0000020626 hafa verið greiddir að fullu í samræmi við skilmálabreytingar sem gerðar voru í samræmi við vilja meira hluta skuldabréfaeigenda, sbr. tilkynningu sem birt var þann 20. september sl. Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti skilmálabreytingarnar fyrir sitt leyti á bæjarráðsfundi þann 20. september 2017. Skilmálabreytingin fólst m.a. í því að við uppgjör á skuldabréfaflokkunum skyldu vextir reiknaðir 4,8% frá 15. október 2015 til greiðsludags í stað 6%.

Samhliða tilkynningu þessari hefur einnig verið send inn afskráningarbeiðni til Nasdaq verðbréfamiðstöðvar hf. og þess óskað að framangreindir skuldabréfaflokkar verði afskráðir úr kerfum Nasdaq verðbréfamiðstöðvar.