Reykjaneshöfn 420 3220

Þrjú þúsund tonn

Staða Handfærabáta 31.08.2017

Í lok ágúst s.l. höfðu handfærabátar landað tæplega þrjú þúsund tonnum af makríl í 558 löndunum. Aflahæstur þessara báta er Fjóla GK 121 með 250 tonn í 43 löndunum. Heildarlandanir í ágústmánuði voru 653 sem er mesti fjöldi landana hjá Reykjaneshöfn í einum mánuði í mörg ár. Heildaraflamagn sem kom á land í ágústmánuði er tæplega 3.500 tonn, rúmlega 3.300 í uppsjávarafurðum og tæplega 200 tonn í öðrum afurðum.