Mannlífið við Keflavíkurhöfn í byrjun ágúst
![IMG 3324[1]](https://www.reykjaneshofn.is/wp-content/uploads/2017/08/IMG_33241.jpg)
Þessa dagana er mikið fjör í kringum Keflavíkurhöfn. Makrílbátarnir eru stöðugt að, bæði við að draga afla úr sjó og að landa honum til vinnslu. Veiðimenn raða sér á hafnarkantinn og draga makrílinn grimmt úr sjó. Ungviðið nýtur veðurblíðunnar og kælir sig í sjónum. Sumarið í sinni bestu mynd.