Reykjaneshöfn 420 3220

Aðlögunaráætlun Reykjanesbæjar 2017 til 2022

Aðlögunaráætlun Reykjanesbæjar til ársins 2022 er lögð fram á fundi bæjarstjórnar í dag þriðjudaginn 21. mars 2017 kl. 17:00 og verður þar rædd fyrra sinni.

Samkvæmt aðlögunaráætlun mun skuldaviðmið samstæðu Reykjanesbæjar verða 149% í lok tímabilsins sem aðlögunaráætlunin tekur til. Aðlögunaráætlunin er, til viðbótar þeim forsendum sem er að finna í áætluninni sjálfri, bundin þeirri forsendu að samkomulag um endurskipulagningu efnahags og endurfjármögnun skulda Reykjanesbæjar og samstæðu takist en viðræður við kröfuhafa standa enn yfir.

Nánari upplýsingar veitir Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri.