Reykjaneshöfn 420 3220

Fjármál Reykjanesbæjar/Reykjaneshafnar

Vísað er til tilkynninga Reykjanesbæjar og Reykjaneshafnar um viðræður við kröfuhafa um endurskipulagningu fjárhags Reykjanesbæjar og stofnana hans, þar með talið tilkynninga dags. 7. og 14. júlí sl.

Viðræður við kröfuhafa Reykjaneshafnar hafa staðið yfir undanfarna mánuði og eru enn yfirstandandi.  Hluti eigenda skuldabréfa  Reykjaneshafnar hafa því veit áframhaldandi greiðslufrest og kyrrstöðu til 15. desember nk. og meðan samningaviðræðum er ólokið. Ekki hafa borist yfirlýsingar allra skuldabréfaeigenda um hvort greiðslufrestur verði veittur, en verði slíkt samþykki ekki veitt af öllum mun koma til greiðslufalls á skuldbindingum Reykjaneshafnar.

Reykjanesbær og stofnanir hans vilja í því ljósi láta reyna til þrautar hvort samstaða náist við kröfuhafa um fjárhagslega endurskipulagningu bæjarins og stofnana hans. Jafnframt verður farið yfir það með Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga  hvort svigrúm verði veitt til þess að ljúka framangreindum viðræðum.