Reykjaneshöfn 420 3220

Fjármál Reykjaneshafnar

Vísað er til tilkynningar Reykjaneshafnar frá 15. mars 2016 þar sem fram kom að stjórn Reykjaneshafnar hefði samþykkt á fundi sínum 14. mars sl. að óska eftir framlengdum greiðslufresti og kyrrstöðutímabili hjá kröfuhöfum sínum. Stjórn Reykjaneshafnar og kröfuhafaráð hafa nú komist að samkomulagi um framlengingu á samþykktum greiðslufresti og kyrrstöðutímabili til og með 15. apríl 2016.