Reykjaneshöfn 420 3220

Fjármál Reykjaneshafnar

Vísað er til tilkynninga Reykjanesbæjar og Reykjaneshafnar frá 11. febrúar 2016 þar sem fram kom m.a. að Reykjaneshöfn hygðist óska eftir framlengdum greiðslufresti og kyrrstöðutímabili til 15. mars. Í dag, 15. febrúar, rennur út greiðslufrestur sem veittur var þann 1. febrúar.

Kröfuhafar Reykjaneshafnar hafa samþykkt að framlengja greiðslufrest og kyrrstöðutímabil til og með 15. mars 2016.

Með kveðju,

Halldór Karl Hermannsson,
hafnarstjóri / harbour master