Reykjaneshöfn 420 3220

Gjaldskrá Reykjaneshafnar 2017

Gildir frá 1. janúar 2017

Gjaldskrá Reykjaneshafnar 2017

I. Almenn ákvæði.

1. grein.

Gjaldskrá þessi fyrir Reykjaneshöfn er sett skv. heimild í 19. grein hafnalaga nr. 61/2003. Gjaldskráin er við það miðuð að Reykjaneshöfn geti haft nægar tekjur til þess að standa undir rekstri hafnar sbr. 5. tölulið 3. gr. hafnalaga.

II. Um gjaldtöku tengda stærð skipa.

2. grein.

Við ákvörðun hafnagjalda samkvæmt stærð skipa skal miða við brúttótonnatölu skipa samkvæmt alþjóðlegu mælibréfi, sem gefið er út eftir ákvæðum alþjóðasamþykktarinnar um mælingu skipa frá 1969.

3. grein.

Af öllum skipum skal greiða hafnagjöld til hafnarsjóðs ef þau koma inn fyrir takmörk hafnarinnar og njóta þjónustu hennar.

III. Skipagjöld.

4. grein.

Lestagjöld: Af öllum skipum skal greiða lestagjald kr. 16,40 á mælieiningu skv. 2. gr. en þó ekki oftar en tvisvar í mánuði.

Bryggjugjöld: Af öllum skipum sem leggjast við bryggju eða hafnarbakka skal greiða eftirfarandi:

Skip minni en 20.000 BT kr. 7,80 á mælieiningu skv. 2. gr. fyrir hverja byrjaða 24 tíma sem skipið liggur bundið. Skip stærri en 20.000 BT kr. 10,25 á mælieiningu skv. 2.gr. fyrir hverja byrjaða 24 tíma, sem skip liggur bundið.

Heimilt er að taka lesta- og bryggjugjald af fiskiskipum og minni bátum, sem mánaðargjald, kr. 107,20 á mælieiningu, en þó aldrei lægra en kr. 11.585 á mánuði. Bátar minni en 20 BT greiði þó aldrei lægra en kr. 7.130 á mánuði, og lágmark 4.780 við komu og viðlegu allt að 7 daga.

Heimilt er að leggja allt að fimmföld bryggjugjöld á skip og báta sem liggja um lengri tíma við bryggju og hafa verið án haffærisskírteinis í a.m.k. 6 mánuði.

Heimilt er að leggja þreföld bryggjugjöld á skip og báta sem óska eftir langtíma viðlegu vegna annarrar starfsemi en útgerðar.

Gjald fyrir einkaleigu við flotbryggjur í Gróf er kr./ár 120.483 eða kr./mán. 13.387.

IV. Vörugjöld.

5. grein.

Vörugjald skal greiða af öllum vörum sem fluttar eru af skipsfjöl á land eða úr landi á skipsfjöl, eða úr einu skipi í annað, innan takmarka hafnarinnar, þó með þeim undantekningum er síðar getur.

6. grein.

Fyrir vörur sem samkvæmt farmskrá skips eru ákveðnar til annarrar hafnar, innlendrar eða erlendrar, en eru látnar á land um stundarsakir, skal aðeins greitt vörugjald þegar vörurnar eru fluttar í land.

Undanþegnar þessu gjaldi eru vörur sem látnar eru á land um stundarsakir vegna skemmda á skipi.

7. grein.

Þessar vörur eru algjörlega undanþegnar vörugjaldi:

 1. Umbúðir, eins og fiskikör, tómir gámar ofl., sem endursendar eru.
 2. Olía, vistir og aðrar nauðsynjar skipa til eigin notkunar.
 3. Almennar póstsendingar og farangur ferðamanna.
 4. Úrgangur frá skipum sem fluttur er til eyðingar.

8. grein.

Vörugjald skal reikna eftir þyngd eða verðmæti, með umbúðum og af hverri sendingu sérstaklega.

Fara skal eftir farmskrá skipa við útreikning vörugjalds. Skipstjóra eða afgreiðslumanni skips er skylt að láta gjaldkera hafnarinnar í té afrit af farmskrá.

Sé engri farmskrá til að dreifa skal skipstjóri gefa drengskaparvottorð um vörumagn sem fermt hefur verið eða affermt úr skipi hans. Þyki hafnarstjóra ástæða til getur hann hvenær sem er látið ákveða vörumagnið á þann hátt sem hann telur hentugast. Reynist vörumagnið vera meira en upp er gefið greiðir farmeigandi kostnaðinn.

Séu fleiri en ein vörutegund í sendingu ósundurliðað skal reikna vörugjaldið eftir þeirri tegund sem hæst gjald skal greiða af.

9. grein.

Vörur skal flokka til vörugjalds eftir því sem vörugjaldskrá tiltekur og gjaldið greiðist eins og þar segir:

Vörugjaldskrá:

1. flokkur. Gjald kr. 311,00 pr. tonn:
Heilfarmar í lausu efni, sem losað er eða lestað með færiböndum, dælingu eða mokstursvélum svo sem áburður, kísilgúr, kol, koks, kvarts, laust korn, málmgrýti og önnur steinefni, salt, sandur, sement, súrál, tréflísar, vatn, vikur, þörungamjöl, og úrgangur (brotajárn ofl.) sem fluttur er til endurvinnslu.

2. flokkur. Gjald kr. 362,00 pr. tonn:
Heilfarmur af vökva sem dælt er í land eða um borð í skip svo sem bensín, brennsluolíur (gasolía og flugvélaeldsneyti).

3. flokkur. Gjald kr. 587,00 pr. tonn:
Lýsi og fiskimjöl.

4. flokkur. Gjald kr. 618,00 pr. tonn:
Þungavarningur, svo sem sekkjavörur, óunnið járn og stál, útgerðarvörur, smurningsolíur, sjávarafurðir, landbúnaðarafurðir, hráefni til iðnaðar og byggingaframkvæmda, pökkuð og niðursoðin matvæli, óáfengar drykkjarvörur og ávextir.

5. flokkur. Gjald kr. 1.669,00 pr. tonn:
Aðrar vörur, sem ekki eru tilgreindar í 1. – 3. fl.
Af flutningi vinnutækja innanlands skal veita allt að 50% afslátt. Vörugjald greiðist ekki af bifreiðum ferðamanna, enda ferðast eigendur með sama skipi.

6. flokkur. Gjald 1,6%.
Sjávarafli lagður á land eða í skip á hafnarsvæðinu til vinnslu eða brottflutnings, þ.m.t. fiskur og seiði úr eldiskvíum. Gjaldið reiknast af heildarverðmæti aflans.
Gjald af frystum afla frystitogara og eldisfiski reiknast af helmingi heildarverðmætis.
Gjald af saltfiski reiknast miðað við tvöfalda þyngd og gjald af gámafiski reiknast af áætluðu heildarverði.

Seljanda aflans ber að afhenda hafnarstjóra skýrslu um seldan afla um leið og sala hefur átt sér stað eða að minnsta kosti mánaðarlega, t.d. afrit af aflaskýrslu til Fiskistofu. Aflagjaldið fellur í gjalddaga um leið og afla er landað. Seljandi ber skil á greiðslu aflagjalds.
Standa ber skil á greiðslu aflagjalds eigi sjaldnar en mánaðarlega.
Hámarksgjald samkvæmt þessum lið, eða þar sem verðmæti afla liggur ekki fyrir er kr. 6.976 fyrir hvert tonn.
Lágmarksgjald í öllum flokkum er kr. 236 er fyrir hvert tonn.

Við sölu afla til skyldra aðila skv. 3. mgr. 9. gr. laga nr. 13/1998 um Verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna skal að lágmarki miða við skiptaverð verðlagsstofu skiptaverðs.

10. grein.

Afsláttur vörugjalda fyrir stórnotendur reiknast þannig, að þegar samanlagðar innfluttar og útfluttar vörur á ári hafa náð eftirtöldu magni:

0 – 200.000 tonn. fullt vörugjald
200.001 – 300.000 tonn. fullt vörugjald að frádregnum 25% afslætti
300.001 – yfir tonn. fullt vörugjald að frádregnum 35% afslætti

V. Farþegagjald.

11. grein.

Farþegagjald skal tekið við komu og brottför farþega um Reykjaneshöfn.

Farþegagjald fyrir hvern fullorðinn með farþegabátum er kr. 200,00.
Farþegagjald fyrir hvert barn með farþegabátum er kr. 100,00.

Farþegabátar skulu skila skýrslu um fjölda farþega mánaðarlega. Ef skýrslu er ekki skilað inn um fjölda farþega þann mánuðinn er lágmarksviðmið í fjölda farþega til útreiknings 100 fullorðnir farþegar í hverri skipakomu mánaðarins.

VI. Lóðagjöld og lóðarleiga.

12. grein.

Almenn regla:
Lóðir á atvinnu- og iðnaðarsvæðum Reykjaneshafnar eru afhentar grófjafnaðar þ.e. mold fjarlægð og fyllt upp með burðarhæfum kjarna 60 cm. undir gólfkóta með allt að +/- 10 cm. frávikum. Lóðargjaldið innifelur í sér byggingarrétt á lóð í samræmi við fermetrafjölda þeirra bygginga sem heimilt er að reisa að grunnfleti á viðkomandi lóð samkvæmt gildandi deiliskipulagi. Aukning á grunnfleti byggingarréttar umfram ríkjandi deiliskipulag hefur áhrif til hækkunar á viðkomandi lóðargjöldum. Lóðargjald innifelur ekki í sér byggingarleyfisgjöld sem greiðast hjá byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar eða tengigjöld veitna.

Lóðargjald miðast við staðsetningu og stærð lóðarinnar. Lóðargjaldið er bundið byggingarvísitölu og hækkar mánaðarlega í samræmi við hana. Grunnvísitala til útreiknings er byggingarvísitala í janúar 2017 (130,2 stig). Lóðargjöld í janúar 2017 eru sem hér segir:

 • Iðnaðarsvæðið á Hólamiðum – almennar lóðir – kr. 9.006 á hvern m2 lóðar auk virðisaukaskatts.
 • Iðnaðarsvæðið í Helguvík – almennar lóðir – kr. 10.532 á hvern m2 lóðar auk virðisaukaskatts.
 • Iðnaðarsvæðið í Helguvík – hafnsæknar lóðir – kr. 12.821 á hvern m2 lóðar auk virðisaukaskatts.

Staðfestingargjald vegna úthlutaðrar lóðar á atvinnu- og iðnaðarsvæðum Reykjaneshafnar er 25% af lóðargjaldi ásamt virðisaukaskatti og ber að greiða það innan mánaðar frá úthlutun lóðarinnar, að öðrum kosti fellur úthlutunin úr gildi án sérstakrar tilkynningar þar um. Eftirstöðvara greiðast með veðskuldabréfi á 1. veðrétt í viðkomandi lóð sem lóðarhafi skal gefa út fyrir afhendingu lóðarinnar. Skuldabréfið skal vera verðtryggt miðað við vísitölu neysluverðs (grunnvísitala samkvæmt samningi), með 10 afborgunum á 6 mánaða fresti, fyrsti gjalddagi 6 mánuðum frá undirritun veðskuldabréfsins. Skuldabréfið ber fasta vexti samkvæmt vaxtakjörum Íbúðalánasjós á verðtryggðu jafngreiðsluláni. Stimpilgjald, þinglýsingargjald af viðkomandi skuldabréfi og öll önnur opinber gjöld sem kunna að vera lögð á vegna bréfsins ber útgefanda að greiða.

Lóðarleigusamningur vegna lóðarinnar skal gerður þegar greiðsla vegna lóðarinnar er frágengin og gildir til 50 ára. Lóðarleiga miðast við fasteignamat lóðar, en árleg leiga er ákveðin af hafnarstjórn og er nú 2% af fasteignamati lóðar, en þó eigi lægri en kr. 91,57 á m2, miðað við byggingarvísitölu (grunnur 2010) 130,2 stig í desember 2016. Fjárhæðin skal breytast miðað við vísitölu byggingarkostnaðar eins og hún er í janúar ár hvert. Lóðir stærri en 15.000 m2 eru undaþegnar lámarksgjaldi lóðarleigu. Innheimta lóðarleigu hefst við afhendingu lóðarinnar. Lóðarleigan ber ekki virðisaukaskatt sbr. 8. tl. 2. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt.

VII. Hafnsögugjöld.

13. grein.

Hafnsögugjöld skulu greidd samkvæmt eftirfarandi gjaldskrá:

 1. Fyrir leiðsögu til hafnarinnar, að bólvirki eða lægi kr. 4.195 fyrir hvert skip, auk 5,95 fyrir hvert brúttótonn. Fyrir leiðsögu frá bólvirki eða lægi og úr höfninni greiðist sama gjald. Lágmarksgjald samkvæmt þessum lið utan dagvinnutíma er kr. 31.100.
 2. Fyrir leiðsögu um höfnina skal greiða hálft gjald samkvæmt lið a.

VIII. Þjónusta dráttarbáts.

14. grein.

Fluttur hafnsögumaður, fast gjald kr. 43.450. Tímagjald fyrir aðstoð dráttarbáts miðast við stærðarflokk skips:

Skip 0 – 2.500 BT kr. 43.450. Skip 2.500 – 5.000 BT kr. 44.950.
Skip 5.000 – 18.000 BT kr. 61.490. Skip 18.000 – 30.000 BT kr. 83.160.

Gjaldskráin gildir fyrir bátinn með áhöfn alla daga, allan sólarhringinn. Lágmarkstími fyrir aðstoð er 1 klst. Þegar dráttarbátur flytur hafnsögumann og aðstoðar einnig skipið, fellur fast gjald fyrir flutning hafnsögumanns niður.

IX. Festargjöld

15. grein.

Festargjald fyrir hvern mann í dagvinnu er kr. 12.400.
Festargjald fyrir hvern mann í yfirvinnu er kr. 18.300.

Fjöldi manna við hverja afgreiðslu fer eftir stærð skips og öðrum aðstæðum hverju sinni.

X. Siglingavernd.

16. grein.

Gjaldtaka Reykjaneshafnar sbr. Lög um siglingavernd nr. 50/2004 vegna kostnaðar við verndun skipa.

Skipavernd: Fast gjald kr. 44.100 fyrir komu hvers skips.
Farmvernd: Fyrir farmvernd skal greiða 20% álag á vörugjöld.

Fyrir umbeðna vaktþjónustu við öll skip skal greiða eftirfarandi öryggisgæslugjöld, eða samkvæmt reikningi frá utankomandi þjónustufyrirtæki með 10% álagi.

Öryggisgæsla: Fast gjald kr. 5.400 fyrir hvern öryggisvörð á klst. í dagvinnu.
Fast gjald kr. 9.770 fyrir hvern öryggisvörð á klst. í yfirvinnu.

XI. Vatns-, rafmagns- og löndunarkranagjöld.

17. grein.

Vatnsgjöld: Kalt vatn kr./m3 360
Kalt vatn – lágmarksgjald á afgreiðslu kr./skipti 1.800
Kalt vatn smábáta per. löndun kr. 280

Heitt vatn kr./m3 600
Heitt vatn – lágmarksgjald á afgreiðslu kr./skipti 3.000

Rafmagnssala: Rafmagnsnotkun kr./kwst. 16,90
Rafmagnsnotkun – lágmarksgjald án mælis kr./sólahr. 450
Rafmagnsmælaskilagjald kr./mælir 37.900

Yfirvinnuútkall vatns- og rafmagnsafgreiðslu kr./klst. 6.774
Lágmarksútkall 4 klst. eftir kl. 17 og um helgar.

Löndunarkranagjald smábáta kr./löndun 910

XII. Vogargjöld.

18. grein.

Almenn vigtun kr./tonn 249
Skráningargjald fyrir skráningu í Gafl kr./tonn 249
– sjálfstæðir aðilar vigta kr./tonn 21,50
Lægsta gjald fyrir einstaka vigtun afla kr./vigtun 1.750
Lægsta gjald fyrir vigtun vöru/tækja kr./vigtun 2.017
Vigtar- og skráningargjald Fiskmarkaðs kr./kg. 0,40

Yfirvinnuútkall eftir kl.17 og um helgar kr./klst. 6.774
Lágmarksútkall 4 klst. eftir kl. 17 og um helgar.

XIII. Sorphirðugjöld, vegna úrgangs, skólps mengandi efna og farmleifa frá skipum.

19. grein.

Fiskiskip, skemmtibátar sem ekki mega flytja fleiri en 12 farþega, herskip, hjálparskip í flota, skip sem þjónusta fiskeldi og skip í ríkiseign eða ríkisrekstri sem nýtt eru í þágu hins opinbera, sem koma til hafnar skulu greiða eftirfarandi gjald fyrir móttöku og meðhöndlun á úrgangi frá skipum:

Skip minni en 10 BT kr./mán. 2.000
Skip 10 – 100 BT kr./mán. 4.000
Skip stærri en 100 BT kr./mán. 7.000
Sorpeyðingargjald er innifalið í ofangreindum verðum.

Sorplosun stærri skipa:
Sorplosun við skipshlið kr./ferð 9.500
Sorpeyðingargjald kr./kg. 32,00

Vegna skipa sem falla undir grein 11 c. í lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda nr. 33 frá 2004 skulu skip greiða eftirfarandi:

 1. Úrgangsgjald: Við komu skips til hafna skal skip greiða 0,85 kr. á brt. Gjald þetta er til þess að standa undir eftirliti og umsýslu hafnar vegna móttöku á sorpi. Lágmarksgjald samkvæmt þessum lið er kr. 6.000 og hámarksgjald kr. 49.000.
 2. Úrgangsgjald: Gjald skv. staflið a. má lækka ef umhverfisstjórnun, hönnun, búnaður og starfræksla skips er með þeim hætti að skipstjóri geti sýnt fram á að minni úrgangur verði til um borð. Fast gjald verður þá 0,40 kr. á brt. Lágmarksgjald samkvæmt þessum lið er kr. 5.500 og hámarksgjald kr. 25.000.
 3. Úrgangsgjald: Skip og bátar sem koma oftar en fjórum sinnum til hafnar á almanaksárinu greiða samkvæmt b. lið fyrir fimmtu komu og komur eftir það.
 4. Úrgangsgjald: Skip og bátar sem eru undir 60 metra að lengd, eru ekki hafnsöguskyld og hafa varanlega viðveru í höfnum Reykjaneshafnar skulu greiða fast mánaðargjald vegna eftirlits og umsýslu hafnar vegna móttöku á sorpi. Mánaðargjaldið skal vera kr. 6.000 á mánuði.
 5. Förgunargjald: Óski skipstjóri eða eigandi skips eftir að tekið verði á móti úrgangi frá skipinu skal hann hafa samband við viðurkenndan móttökuaðila skv. ábendingu hafnarinnar eða óska eftir því að höfnin annist móttöku á úrganginum. Lágmarksgjald hafnar fyrir móttöku á úrgangi er kr. 12.000 á hvern rúmmetra og lágmarksgjald einn rúmmetra. Kjósi skipstjóri eða eigandi skips að óska eftir þjónustu viðurkennds aðila þá greiðir hann kostnað við þá þjónustu. Skipstjóri og/eða eigandi skips ber ábyrgð á að útfylltu eyðublaði um magn og tegund sorps sé skilað til hafnarinnar, en misbrestur á því getur leitt til tilkynningar til Umhverfisstofnunar.
 6. Förgunargjald: Skip sem undanþegin eru gjaldskyldu skv. 1. tl. 2. mgr. 17. gr.hafnalaga skulu eftir sem áður greiða fyrir losun sorps og förgun þess, sbr. 1. málsgrein 19. greinar gjaldskrárinnar.
 7. Skipstjóri eða eigandi skips sem fengið hefur undanþágu frá Umhverfisstofnun um skil á sorpi eða tilkynningum skv. 2. og 3. gr. gjaldskrár þessarar skal framvísa gildri staðfestingu þess efnis.

XIV. Ísafgreiðslugjöld.

20. grein

Ísafgreiðslan er við gafl Ísturnsins í Njarðvíkurhöfn í ílát eða farartæki á vegum kaupenda. Boðið er upp á akstur með ílát á vegum kaupenda til og frá viðleguköntum innan hafnarsvæðis, ef kaupandi setur ílátið á og tekur það af þar sem við á.

Íssala til báta og fiskverkunar kr./kg. 5,50
Íssala í körum 460 lítra kar kr./kar 1.613
Íssala í körum 660 lítra kar kr./kar 2.419
Íssala í körum 1000 lítra kar kr./kar 3.629
Akstur á ís í körum innan hafnarsvæðis kr./kar 968

Yfirvinnuútkall ísafgreiðslu kr./klst.. 6.774
Lágmarksútkall 4 klst. eftir kl. 17 og um helgar.

XV. Leiga á gámasvæði, malarplönum og hafnarþekju.

21. grein

Skilgreind gámasvæði.

Geymsla á malarsvæði kr. 69 á m2 á mánuði.
Geymsla á svæði með bundnu slitlagi kr. 175 á m2 á mánuði.

Malarplön og hafnarþekja
Gámar, veiðarfæri, kör, bátar, kerrur og annað sem nýtir malarplön og hafnarþekjur til lengri eða skemmri tíma greiða kr. 57 á m2 fyrir hverja byrjaða 7 daga á viðkomandi svæði. Lágmarksgjald samsvarar 10 m2 svæði eða kr. 570 á hverja byrjaða 7 daga á viðkomandi svæði.

XVI. Um innheimtu og greiðslu hafnargjalda.

22. grein.

Hafnarstjóri sér um innheimtu allra hafnargjalda og skal greiða gjöldin á skrifstofu hafnarinnar. Séu gjöldin ekki greidd á réttum gjalddögum er heimilt að reikna hæstu lögleyfðu dráttarvexti á skuldina.

23. grein.

Skipstjóri og eigandi skips bera ábyrgð á greiðslu gjalda þeirra sem greiða ber til Reykjaneshafnar vegna skipsins. Er skipstjóra skylt við komu til hafnar að gefa hafnarstjóra upplýsingar um skipið í samræmi við ákvæði 5. mgr. 33. gr. reglugerðar nr. 326/2004 um hafnamál og afhenda hafnarstjóra þjóðernis- og skrásetningarskírteini skipsins, ef hafnarstjóri krefst þess vegna ófullnægjandi upplýsinga frá skipstjóra, og hefur hafnarsjóður haldsrétt yfir skírteinunum uns gjöld eru greidd. Töf og tjón sem af þessu hlýst er einvörðungu á ábyrgð og kostnað greiðanda áfallinna gjalda.

Áfallin gjöld skal greiða áður en skip fer burt úr höfninni og enginn skipstjóri getur vænst þess að fá afgreiðslu fyrir skip sitt hjá sýslumanni eða tollstjóra, nema hann sanni með vottorði frá hafnarstjóra að hann hafi greitt öll gjöld sín til hafnarinnar.

24. grein.

Vörugjald greiðist af öllum vörum sem eru affermdar, afhentar eða fluttar, eða á annan hátt sjóleiðis eða landleiðina, inn fyrir mörk hafnarinnar. Vörugjaldið reiknast skipi til skuldar áður en skip hefur siglingu, nema annað sé sérstaklega um samið. Vörugjald er á ábyrgð farmflytjanda og er afhending vörur án greiðslu vörugjalds á hans ábyrgð.

Ef vörur eru fluttar úr einu skipi í annað greiðir sá vörugjaldið sem affermir.
Vörugjald af vörum sem koma til hafnarinnar fellur í gjalddaga þegar skipið sem vörurnar flytur er komið í höfnina og vörugjald af vörum sem fluttar eru úr höfninni fellur í gjalddaga þegar vörurnar eru komnar á skip. Skipstjóra og afgreiðslumanni skips er óheimilt að afhenda vörurnar fyrr en gjaldið er greitt.

25. grein.

Öll gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari má ávallt tryggja með aðför að undangengnum dómi.

Skipagjöldin eru tryggð með lögveði í viðkomandi skipi eða vátryggingarfé. Gengur það veð í tvö ár fyrir samningsveðskuldum sbr. ákvæði 2. mgr. 21.gr. hafnalaga nr. 61/2003. Reykjaneshöfn er heimilt að krefjast frekari trygginga fyrir greiðslu áfallinna gjalda ef ástæða þykir til.

26. grein.

Öll gjöld í gjaldskrá þessari eru án virðisaukaskatts. Reykjaneshöfn er skylt að innheimta viðrisaukaskatt af öllum gjöldum í gjaldskrá þessari, sbr. 3. tl. 3. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt. Undanskilin eru erlend fiskiskip og farskipum er sigla til útlanda.

XVII. Gildistaka.

27. grein.

Gjaldskrá þessi fyrir Reykjaneshöfn er samþykkt af hafnarstjórn þann 16. febrúar 2017 skv. hafnalögum nr. 61/2003 og 37. gr. reglugerðar um hafnamál nr. 326/2004.

Gjaldskráin öðlast gildi þann 17. febrúar 2017 og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá fyrir Reykjaneshöfn frá 1. janúar 2017.

Reykjanesbær 17. febrúar 2017.

Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri.