Reykjaneshöfn 420 3220

Ný gjaldskrá Reykjaneshafnar tók gildi 1. janúar 2018

DJI 0069

Ný gjaldskrá Reykjaneshafnar tók gildi 1. janúar s.l. Ákveðnar breytingar hafa orðið á gjaldskránni, m.a. varðandi viðlegugjöld í smábátahöfninni í Gróf. Grunnurinn í þeirri breytingu er að legustæði leigist til mánaðar í senn og ef viðkomandi bátur þarf tvö legustæði þá greiðir hann fyrir tvö legustæði. Samhliða þessu er sú breyting gerða að viðlegugjaldið er ekki það sama fyrir báta sem eru undir sex metrar að lengd og báta sem eru lengri en það. Byggist þetta á því að stærð báta hefur áhrif á álagið sem hvílir á mannvirkjunum og þar með viðhaldsþörf þeirra. Í 4. grein gjaldskrárinnar eru ákvæði um viðlegugjöld við flotbryggju í Grófinni:

  • Gjald fyrir báta undir 6 metrum að lengd í einkaleigu við flotbryggju í Gróf er kr. 7.258.- á legustæði fyrir hvern byrjaðan mánuð.
  • Gjald fyrir báta 6 metra að lengd eða lengri í einkaleigu við flotbryggju í Gróf er kr. 10.400.- á legustæði fyrir hvern byrjaðan mánuð.
  • Bátar sem taka meira en eitt legustæði við flotbryggju í Gróf greiða gjald samkvæmt ofangreindu margfaldað af fjölda legustæða.

Annað atrið sem vert er að huga að snýr af bátum án haffæriskírteinis. Reykjaneshöfn hefur lenti í því á undanförnum árum að sitja uppi með báta sem þurft hefur að farga vegna ástands þeirra, en fyrrum eigendum hefur tekist að skjóta sér unda ábyrgð á þeim og Reykjaneshöfn hefur setið upp með kostnaðinn. Bátar án haffærisskírteinis eru oft vísir að slíkri niðurstöðu og er hér reynt að bregðast við því. Í 4. grein gjaldskrárinnar koma fram ákvæði um báta án haffærisskírteinis:

  • Skip og bátar sem leggjast að bryggju og eru án haffærisskírteinis greiða fimmföld bryggjugjöld byrjaðan fyrsta mánuð í viðlegu við hafnarkant, sexföld bryggjugjöld byrjaðan annan mánuð í viðlegu við hafnarkant, sjöföld bryggjugjöld byrjaðan þriðja mánuð í viðlegu við hafnarkant, áttföld bryggjugjöld byrjaðan fjórða mánuð í viðlegu við hafnarkant, níföld bryggjugjöld byrjaðan fimmta mánuð í viðlegu við hafnarkant og tíföld bryggjugjöld hvern byrjaðan mánuð í viðlegu við hafnarkant eftir það. Hafnarstjóra er heimilt að falla frá þessu ákvæði í gjaldskrá ef sérstakar aðstæður liggja þar til grundvallar.

Þriðja atriðið sem vert er að huga að snýr að úrgagnsgjaldi fraktskipa. Til þess að auka hvata þeirra til að losa sig við úrgang þegar komið er til hafnar hefur verið sett inn í grunngjald losun á 1 rúmmetra af almennum sorpúrgangi. Í 18. grein gjaldskrárinnar segir m.a. um úrgangsgjald skipa:

  • Úrgangsgjald: Við komu skips til hafna skal skip greiða 3,90 kr. á brt. Gjald þetta er til þess að standa undir eftirliti og umsýslu hafnar vegna móttöku á sorpi. Innifalið í þessu úrgangsgjaldi er losun á allt að 1 m3 af almennum sorpúrgangi. Lágmarksgjald samkvæmt þessum lið er kr. 19.500 og hámarksgjald kr. 68.500.

Gjaldskrá Reykjaneshafnar er að finna hér á heimasíðu hafnarinnar og eru viðskiptavinir hafnarinnar hvattir til að kynna sér ákvæði hennar.