Reykjaneshöfn 420 3220

Makrílvertíðin stendur sem hæst

IMG 3407

Makrílveiðar á þessari makrílvertíð ganga vel, handfærabátar hafa landað fram til dagsins í dag 2.600 tonnum sem er þó umtalsvert minna magn en á sama tíma og á síðasta ári. Í ágústlok 2016 höfðu handfærabátar landað um 3.300 tonnum sem er um 20% minni afli á land miðað við sama tíma 2016. Meðalafli á bát í ár er einnig minni en 2016 en þá var hann í ágústlok 6,4 tonn í löndun en á þessar vertíð hefur hann verið 4,8 tonn.