Reykjaneshöfn 420 3220

207. fundur

207. fundur Stjórnar Reykjaneshafnar var haldinn fimmtudaginn 24. ágúst 2017 kl. 17:00 á skrifstofu Reykjaneshafnar að Víkurbraut 11, 230 Reykjanesbæ.

Mættir: Davíð Páll Viðarsson formaður, Einar Þ Magnússon aðalmaður, Hjörtur M Guðbjartsson aðalmaður, Hanna Björg Konráðsdóttir aðalmaður, Kristján Jóhannsson aðalmaður og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri.

DAGSKRÁ

1. Reykjaneshöfn – kynningarþáttur. (2017060378)
Farið yfir undirbúning varðandi vinnslu myndefnis í kynningarþátt um Reykjaneshöfn sem unnin er í samstarfi við sjónvarpsstöðina Hringbraut.

2. Fjármál Reykjaneshafnar. (2015110364)
Hafnarstjóri fóru yfir stöðu mála í viðræðum við kröfuhafa. Einnig fór hann yfir rekstrarstöðu hafnarinnar eftir fyrstu sex mánuði ársins 2017.

3. Samgönguáætlun 2018-2021. (2017060264)
Hafnarstjóri fór yfir innsenda umsókn til Samgönguáætlunar 2018-2021.

4. Hafnarsamband Íslands. (2017020225)
4.1 Tölvupóstur frá Hafnarsambandi Íslands dags. 28.06.2017 með erindi frá Náttúruverndarsamtökum Íslands og aðgerðarhóp í loftslagsmálum er varða áskorun um markvissar aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í siglingum á norðurhöfum. Lagt fram til kynningar.

4.2 Tölvupóstur frá Hafnarsambandi Íslands dags. 13.07.2017 með erindi frá Vegagerðinni um umsögn vegna tillagna um niðurlagningu vita við strandlengju Íslands. Lagt fram fram til kynningar.

5. Hafnarfundur 2017. (2017080281)
Hafnarfundur 2017 verður haldinn á Húsavík fimmtudaginn 21. september n.k. Samþykkt að fulltrúar Reykjaneshafnar sæki fundinn. Hafnarstjóra falið að fylgja málinu eftir.

6. Vegagerðin. (2017080274)
Tölvupóstur frá Vegagerðinni dags. 06.07.2017 um umsögn vegna niðurlagningar Gerðistangavita. Stjórn Reykjaneshafnar gerir ekki athugasemd við þá ákvörðun.

7. Sambandi íslenskra sveitarfélaga. (2017080275)
Bréf dags. 18.08.2017 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga er varðar kostnaðarþátttöku sveitarfélaga vegna kjaramálavinnu sambandsins. Lagt fram til kynningar.

8. Sameinað Sílikon hf. (2017080273)
Bréf dags. 16.08.2017 frá Lex lögmannsstofu þar sem boðað er til kröfuhafafundar þann 31.08.2017 kl. 09:00 vegna greiðslustöðvunar sem Sameinað Sílikon hf. fékk þann 4. september s.l. Samþykkt að hafnarstjóri sæki fundinn f.h. Reykjaneshafnar.

9. Vinnumarkaður í júlí 2017. (2017030482)
Skýrsla Vinnumálastofnunar fyrir júlímánuð 2017 um vinnumarkaðinn á Íslandi lögð fram til kynningar.

10. Upplýsingargjöf hafnarstjóra. (2015100419)
Hafnarstjóri fór yfir stöðu ýmissa mála er varðar starfsemi hafnarinnar.

11. Önnur mál. (2015100420)

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:28. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. september 2017.